Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Landsréttur. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira