Erlent

Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump og Kim Jong-un á fundi sínum í Víetnam fyrr í mánuðinum.
Donald Trump og Kim Jong-un á fundi sínum í Víetnam fyrr í mánuðinum. vísir/getty
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram.

Frá þessu greindi Choe Son Hui, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, á fundi með blaðamönnum í morgun.

Sagði hún að Bandaríkin hefðu kastað frá sér gullnu tækifæri á síðasta fundi Kim og Trump en honum lauk snögglega þar sem Bandaríkjaforseti gat ekki gengið að kröfum Kim um að losna undan öllum viðskiptaþvingunum.

Son Hui ýjaði að því að Trump væri viljugri til viðræðna en að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi forsetan, hefðu alið á tortryggni og fjandskap með ófrávíkjanlegum kröfum sínum.


Tengdar fréttir

Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum

Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×