Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín. Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín.
Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira