Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 18:53 Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Vísir/vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48