Fundaði með fulltrúum Landsréttar og dómstólasýslunnar síðdegis í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 21:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12