Boð ráðherra kostaði hátt í tvær milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Hópur gesta frá Arctic Circle 2018 sótti veglega veislu við Hellisheiðarvirkjun í október í boði forsætisráðherra. Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ríkissjóður fékk reikning upp á tæpar 1,7 milljónir króna eftir að forsætisráðherra bauð 35 erlendum gestum Hringborðs norðurslóða í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í lok október. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestgjafi í kvöldverðinum í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, kom einnig að skipulagningu. Hringborð norðurslóða 2018, eða Arctic Circle, fór fram í lok október en reikningur fyrir hinni veglegu veislu barst ekki forsætisráðuneytinu fyrr en í síðasta mánuði. Var hann birtur á vefnum Opnir reikningar sem ætlað er að auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Reikningurinn er frá Orku náttúrunnar (ON) fyrir risnukostnaði og hljóðar upp á alls 1.684.445 krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson hljóp í skarðið fyrir forsætisráðherra sem gestgjafi. Fréttablaðið kallaði eftir frekari upplýsingum um tilefni þessarar greiðslu hjá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann upplýsti að reikningurinn sé vegna kvöldverðar fyrir 35 erlenda gesti frá mörgum þjóðlöndum í tengslum við Hringborðið. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af reikningnum frá ON þar sem fram kemur að hann hljóðaði upp á tæpar 1,8 milljónir. Ráðuneytið gerði hins vegar athugasemd við upphæðina samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og fékk tæpar 270 þúsund krónur í afslátt. Með VSK endaði reikningurinn í tæpum 1,7 milljónum. „Valið var að staðsetja kvöldverðinn við Hellisheiðarvirkjun til þess að kynna hana og kolefnisbindingarverkefni ON samhliða fyrir hinum erlendu gestum.“ Kostnaðurinn helgast meðal annars af því að veislan fór fram í sýningarsal virkjunarinnar sem hvorki er innréttaður fyrir veislur né með aðgang að eldhúsi. „Þurfti því að innrétta salinn af þessu tilefni og setja upp eldunaraðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins. Miðað við upphæð reikningsins og gestafjölda nam kostnaður við hvern gest því nærri 50 þúsund krónum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestum ráðstefnunnar er boðið út að borða á kostnað ríkissjóðs. Fréttablaðið fjallaði um það í desember 2017 þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bauð 13 manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, auk innlendra gesta í þriggja rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikningurinn þá nam 400 þúsund krónum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Norðurslóðir Orkumál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00 Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. 7. desember 2018 20:00
Ólafur Ragnar vill Tortímandann að hringborðinu Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hvetur stórleikarann og fyrrverandi ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger til að sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu á næsta ári. 26. desember 2018 18:00
Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Forsætisráðherra segir Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle ráðstefnuna hafa breytt umræðunni um norðurheimskautið. Mikilvægt sé að vígvæða ekki norðurheimskautið og líta á það sem svæði alls heimsins. 19. október 2018 13:42
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00