Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Andri Eysteinsson skrifar 16. mars 2019 12:11 Afskipti voru höfð af manninum í tollsal Alþjóðflugvallarins í Keflavík. Vísir/JóiK Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. Héraðsdómur Reykjaness varð að kröfu lögreglustjóra á Suðurnesjum um gæsluvarðhald yfir manninum 13. mars síðastliðinn og staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær, 15. mars. RÚV greindi frá. Þrjú brot milli febrúar 2018 til febrúar 2019 Eins og áður sagði er maðurinn talinn hafa, með skipulögðum hætti, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins og þannig stundað skipulagt smygl á fólki. Fyrsta atvikið sem gert er grein fyrir í dómi héraðsdóms var 27. febrúar 2018, annað málið 2. janúar 2019 og það þriðja mánuði síðar 2. febrúar. 2. janúar síðastliðinn var kærði stöðvaður í tollsal flugstöðvarinnar við komuna til landsins ásamt systkinum. Við fyrstu afskipti kvaðst maðurinn vera einn á ferð og hugðist hann hitta eiginkonu sína hér á landi. Systkinin höfðu einnig sagst vera ein á ferð, einnig sögðu þau skilríki sín hafa eyðilagst á leiðinni til landsins. Eftir að tollverðir opnuðu tösku ákærða viðurkenndi hann að hann ferðaðist með systkinunum og fundust vegabréf þeirra í tösku mannsins. Við yfirheyrslur vakti athygli að manninum og kærustu hans bar saman að ungmennin væru systrabörn hennar en ungmennin könnuðust ekki við það að vera tengd henni nokkrum fjölskylduböndum. Ákæra var gefin út á hendur manninum 13. mars síðastliðinn þar sem honum eru gefin að sök brot gegn 3. málsgrein 116. greinar laga númer 89/2016 um útlendinga. Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi. Flóttamenn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. Héraðsdómur Reykjaness varð að kröfu lögreglustjóra á Suðurnesjum um gæsluvarðhald yfir manninum 13. mars síðastliðinn og staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær, 15. mars. RÚV greindi frá. Þrjú brot milli febrúar 2018 til febrúar 2019 Eins og áður sagði er maðurinn talinn hafa, með skipulögðum hætti, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins og þannig stundað skipulagt smygl á fólki. Fyrsta atvikið sem gert er grein fyrir í dómi héraðsdóms var 27. febrúar 2018, annað málið 2. janúar 2019 og það þriðja mánuði síðar 2. febrúar. 2. janúar síðastliðinn var kærði stöðvaður í tollsal flugstöðvarinnar við komuna til landsins ásamt systkinum. Við fyrstu afskipti kvaðst maðurinn vera einn á ferð og hugðist hann hitta eiginkonu sína hér á landi. Systkinin höfðu einnig sagst vera ein á ferð, einnig sögðu þau skilríki sín hafa eyðilagst á leiðinni til landsins. Eftir að tollverðir opnuðu tösku ákærða viðurkenndi hann að hann ferðaðist með systkinunum og fundust vegabréf þeirra í tösku mannsins. Við yfirheyrslur vakti athygli að manninum og kærustu hans bar saman að ungmennin væru systrabörn hennar en ungmennin könnuðust ekki við það að vera tengd henni nokkrum fjölskylduböndum. Ákæra var gefin út á hendur manninum 13. mars síðastliðinn þar sem honum eru gefin að sök brot gegn 3. málsgrein 116. greinar laga númer 89/2016 um útlendinga. Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi.
Flóttamenn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira