Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í Gdansk. Vegagerðin Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist en skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en þar segir að flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eigi eftir að taka skipið út. Þegar því er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. Flokkunarfélag skipsins, DNV-GL, á enn eftir að taka út mikilvægan öryggisbúnað áður en það getur gefið út nauðsynleg vottorð fyrir skipið. Skoðunarmenn Samgöngustofu eru væntanlegir á miðvikudag til að fara í upphafsskoðun á skipinu. Sú skoðun tekur nokkra daga en það er ekki fyrr en að lokinni þeirri skoðun sem hægt er að gefa út haffærnisskírteini Herjólfs. Öðruvísi verður ferjunni því ekki siglt heim. Flokkunarfélag er óháð stjórnvöldum og tekur út hvort skip uppfylli staðla og reglur. Vegagerðin er í viðræðum CRIST S.A. um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frádregnum samningsbundnum frádrætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og segir á vef Vegagerðarinnar að ekki sé unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist en skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en þar segir að flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eigi eftir að taka skipið út. Þegar því er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. Flokkunarfélag skipsins, DNV-GL, á enn eftir að taka út mikilvægan öryggisbúnað áður en það getur gefið út nauðsynleg vottorð fyrir skipið. Skoðunarmenn Samgöngustofu eru væntanlegir á miðvikudag til að fara í upphafsskoðun á skipinu. Sú skoðun tekur nokkra daga en það er ekki fyrr en að lokinni þeirri skoðun sem hægt er að gefa út haffærnisskírteini Herjólfs. Öðruvísi verður ferjunni því ekki siglt heim. Flokkunarfélag er óháð stjórnvöldum og tekur út hvort skip uppfylli staðla og reglur. Vegagerðin er í viðræðum CRIST S.A. um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frádregnum samningsbundnum frádrætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og segir á vef Vegagerðarinnar að ekki sé unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira