Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2019 21:00 Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57