Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 12:18 Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett skammt frá torginu þar sem árásin var gerð í morgun. Mynd/Aðsend Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl. Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl.
Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52