Ísraelar sakaðir um að svipta Palestínumenn drykkjarvatni Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 12:35 Palestínskur drengur fær sér vatn. Vísir/EPA Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna. Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna.
Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira