Ísraelar sakaðir um að svipta Palestínumenn drykkjarvatni Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 12:35 Palestínskur drengur fær sér vatn. Vísir/EPA Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna. Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna.
Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira