Innlent

Engin ný mislingatilfelli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum.
Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum. vísir/anton brink
Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi og er því heildarfjöldi smita enn fimm staðfest smit og eitt vafatilfelli. Þetta kemur fram á vef landlæknis.

Þar segir að alls hafi verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum. Þá hefur öllu bóluefni sem kom til landsins verið dreift til heilsugæslustöðva um land allt en upplýsingar um framkvæmd bólusetninga má finna á vef einstakra stöðva. Upplýsingar um forgangshópa má finna hér.

„Ekki hafa komið upp nein vandamál við framkvæmd bólusetninga svo vitað sé. Stöðufundur verður haldinn með umdæmis- og svæðislæknum í fyrramálið, þriðjudaginn 19.mars,“ segir á vef landlæknis.


Tengdar fréttir

Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit

Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri.

Ekki greinst ný mislingasmit

Tíu þúsund skammtar af bóluefni eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×