Patrekur: Átti mín bestu ár í handboltanum hér Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. mars 2019 20:46 Patrekur Jóhannesson er í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA. vísir/skjáskot „Ég er bara ánægður. KA-liðið er hrikalega sterkt hérna á heimavelli og þeir gefast aldrei upp. Ég vissi það alveg. Fyrri hálfleikurinn mjög vel leikinn; við vorum mjög einbeittir og héldum leikplani og markvarslan var eftir því,“ „KA kom til baka og þetta varð hörkuleikur í restina en að koma hingað og ná í tvö stig er bara gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok eftir að hafa séð sína menn leggja KA að velli í Olís-deild karla í kvöld. Patrekur er einn af þremur leikmönnum í frægðarhöll KA og er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eftir að hafa leikið fyrir félagið á bestu árum þess á tíunda áratug síðustu aldar. Óttaðist Patrekur ekkert að töfrar KA-heimilisins myndu ná undir skinnið á yngri leikmönnum liðsins þegar KA náði áhlaupi í síðari hálfleik. „Jú algjörlega. Ég þekki þetta hús mjög vel og átti mín bestu ár í handboltanum hér. Þess vegna veit ég alveg að það er kraftur í þessu húsi. Það voru læti í mér og ég var á mörkunum að fá gult spjald. Það var spenna í mér. KA-lið er feykisterkt og Stebbi er klókur þjálfari sem kemur oft með flókin verkefni og þess vegna var ég ekkert rólegur fyrr en alveg í restina,“ sagði Patrekur. Atli Ævar Ingólfsson tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik. „Hann fékk á lúðurinn og ég á eftir að kíkja á það. Það er alltaf tekið fast á Atla. Hann er líkamlega sterkur og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tekið er fast á honum. Við ákváðum að nota hann ekkert meira eftir það og það er slæmt að missa hann en Guðni gerði vel. Það er breidd í liðinu,“ sagði Patrekur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira
„Ég er bara ánægður. KA-liðið er hrikalega sterkt hérna á heimavelli og þeir gefast aldrei upp. Ég vissi það alveg. Fyrri hálfleikurinn mjög vel leikinn; við vorum mjög einbeittir og héldum leikplani og markvarslan var eftir því,“ „KA kom til baka og þetta varð hörkuleikur í restina en að koma hingað og ná í tvö stig er bara gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok eftir að hafa séð sína menn leggja KA að velli í Olís-deild karla í kvöld. Patrekur er einn af þremur leikmönnum í frægðarhöll KA og er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eftir að hafa leikið fyrir félagið á bestu árum þess á tíunda áratug síðustu aldar. Óttaðist Patrekur ekkert að töfrar KA-heimilisins myndu ná undir skinnið á yngri leikmönnum liðsins þegar KA náði áhlaupi í síðari hálfleik. „Jú algjörlega. Ég þekki þetta hús mjög vel og átti mín bestu ár í handboltanum hér. Þess vegna veit ég alveg að það er kraftur í þessu húsi. Það voru læti í mér og ég var á mörkunum að fá gult spjald. Það var spenna í mér. KA-lið er feykisterkt og Stebbi er klókur þjálfari sem kemur oft með flókin verkefni og þess vegna var ég ekkert rólegur fyrr en alveg í restina,“ sagði Patrekur. Atli Ævar Ingólfsson tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik. „Hann fékk á lúðurinn og ég á eftir að kíkja á það. Það er alltaf tekið fast á Atla. Hann er líkamlega sterkur og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tekið er fast á honum. Við ákváðum að nota hann ekkert meira eftir það og það er slæmt að missa hann en Guðni gerði vel. Það er breidd í liðinu,“ sagði Patrekur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira
Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15