Innlent

Árlegri veislu Alþingis frestað vegna verkfalls

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Árlegri veislu þingmanna hefur verið frestað vegna fyrirhugaðra verkfalla sem hefjast á föstudag. Upphaflega stóð til að halda veisluna næsta föstudag á Hótel Sögu.
Árlegri veislu þingmanna hefur verið frestað vegna fyrirhugaðra verkfalla sem hefjast á föstudag. Upphaflega stóð til að halda veisluna næsta föstudag á Hótel Sögu. Vísir/HARi
Árlegri veislu þingmanna hefur verið frestað vegna fyrirhugaðra verkfalla sem hefjast á föstudag. Upphaflega stóð til að halda veisluna næsta föstudag á Hótel Sögu. Mbl.is greindi fyrst frá þessu.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í samtali við Vísi að sú ákvörðun hafi verið tekin um að fresta veislunni um sinn til að enginn vafi yrði um það að allt sé í samræmi við reglur um vinnustöðvanir.

Þessi ákvörðun hafi verið tekin í góðu samstarfi við tilvonandi gestgjafa en Steingrímur segir að verið sé reyna að finna nýja dagsetningu.

Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum.


Tengdar fréttir

Formaður Eflingar segir örverkföll ólögleg á tæknilegum forsendum

Formaður Eflingar segir að Félagsdómur hafi dæmt svokölluð örverkföll félagsins ólögleg á tæknilegum forsendun. Vel komi til greina að beita þeim áfram í kjarabaráttunni. Félagsdómur dæmdi í gær fjögur af sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar höfðu greitt atkvæði um ólögmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×