Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2019 11:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar. Vísir Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15