Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 15:08 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48
Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19