Ráðherra segir umræðuna á villigötum Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í Reykjavík og í Hörgársveit í gær. Hann fundar í Borgarnesi og á Egilstöðum í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30