Bjóða milljón dali fyrir son Osama bin Laden Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 07:22 Ekki er vitað hvar Hamza bin Laden er niðurkominn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019 Afganistan Pakistan Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019
Afganistan Pakistan Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira