Erlent

Hundruð þúsund Breta fá dvalarleyfi á Spáni ef Brexit fer í hart

Kjartan Kjartansson skrifar
Réttindin sem spænska ríkisstjórnin ætlar að bjóða Bretum eru einnig sögð munu ná til íbúa Gíbraltars.
Réttindin sem spænska ríkisstjórnin ætlar að bjóða Bretum eru einnig sögð munu ná til íbúa Gíbraltars. Vísir/EPA
Spænsk stjórnvöld ætla að veita um 400.000 Bretum sem búa á Spáni dvalarleyfi fari svo að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings í lok þessa mánaðar. Það boð væri háð því að bresk stjórnvöld byðu spænskum borgurum í Bretlandi sömu réttindi.

Ríkisstjórn Spánar kynnir viðlagaáætlun sína vegna útgöngu Breta úr ESB í dag. Hún hefur þegar ráðið á annað þúsund nýrra opinberra starfsmanna til að takast á við afleiðingar útgöngunnar, ekki síst við landamæra- og tollaeftirlit.

Spænska dagblaðið El País greindi frá áformum hennar um dvalarleyfi til breskra borgara búsettra á Spáni. Íbúum á Gíbraltar stendur það einnig til boða. Ríkisstjórnin áskilur sér hins vegar rétt til að beita neitunarvaldi gegn samkomulag á milli Breta og Evrópusambandsins um klettinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×