Bjórinn 30 ára: „Megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. mars 2019 21:00 Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan. Áfengi og tóbak Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan.
Áfengi og tóbak Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira