Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 07:15 Húsið á Geirsgötu 11 hefur staðið nær ónotað síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira