Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela. Vísir/EPA Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira