50 ár frá fyrsta flugi Concorde Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2019 20:45 Áhöfnin í fyrsta fluginu var undir stjórn flugstjórans André Turcat, sem er lengst til vinstri. Mynd/Airbus. Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Smíði þotunnar var samstarfsverkefni breskra og franskra stjórnvalda, sem hófst formlega árið 1962, og sjö árum síðar var fyrsta eintakið tilbúið til flugs. Samstarfið leiddi síðar til stofnunar evrópsku Airbus-flugvélaverksmiðjanna. Jómfrúarflugið var frá flugvellinum í Toulouse í Suður-Frakklandi þann 2. mars árið 1969 og stóð yfir í 29 mínútur. Sjö mánuðir liðu frá þessu fyrsta flugi þar til Concorde rauf hljóðmúrinn í fyrsta sinn en það var í október árið 1969. Enn átti þó eftir að yfirstíga margvíslegar tæknihindranir og liðu enn sjö ár þar til Concorde hóf farþegaflug en það var árið 1976. Frá fyrstu lendingu árið 1969. Concorde þurfti fallhlíf til að hægja á sér í lendingarbruni.Mynd/Airbus.Þróunarkostnaður reyndist sexfalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þotan þótti engu að síður tæknilegt afrek. Hún flaug á 2.200 kílómetra hraða, tvöföldum hljóðhraða, og fór tvöfalt hærra en aðrar farþegaþotur, í 60 þúsund feta hæð. Þá setti hún ný hraðamet í farþegaflutningum, Concorde-metið milli New York og London er tvær klukkustundir og 53 mínútur. Flugtími var þó venjulega um þrjár og hálf klukkustund meðan aðrar þotur voru sjö tíma á leiðinni. Þótt Concorde þætti marka þáttaskil í flugsögunni urðu Sovétmenn fyrri til að smíða hljóðfráa farþegaþotu. Það var Tupolev TU-144, sem fjölmiðlar á Vesturlöndum uppnefndu Concordski, en hún fór á loft tveimur mánuðum á undan Concorde. Saga TU-144 varð þó endaslepp, ein fórst á flugsýningu í París árið 1973, og hún var aðeins notuð í farþegaflugi innan Sovétríkjanna um sex mánaða skeið, frá nóvember 1977 til maí 1978, þegar önnur TU-144 fórst í reynsluflugi.Úr bresku samsetningarverksmiðjunni en Concorde-þoturnar voru settar saman bæði í Bretlandi og Frakklandi. Bretar kölluðu hana Concord en Frakkar Concorde.Mynd/Airbus.Markaðsáætlanir gerðu ráð fyrir að þörf yrði fyrir 350 Concorde-þotur og þegar hún flaug í fyrsta sinn lágu fyrir pantanir frá sextán flugfélögum upp á 74 eintök. En svo skall olíukreppan á, Concorde eyddi gríðarlegu eldsneyti, og einstök ríki og borgir takmörkuðu flug hennar vegna hávaða. Vegna höggbylgjunnar sem myndast var henni bannað að rjúfa hljóðmúrinn yfir landi sem þýddi að notagildi hennar var bundið við flug yfir úthaf. Áhugi flugfélaga hvarf, þau vildu frekar hagkvæma 360 sæta júmbó-breiðþotu en 120 sæta hljóðfrænu, sem eyddi þrefalt meira eldsneyti á hvert sæti. Svo fór að einungis ríkisflugfélögin Air France og British Airways keyptu Concorde-þotur, sjö þotur hvort, og var framleiðslu hennar hætt árið 1979. Alls voru tuttugu eintök smíðuð en sex voru einungis notuð í tilraunaskyni.Tvær Concorde frá British Airways við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í september 1977.Mynd/U.S. National Archives.Til að standa undir rekstrinum voru fargjöld með Concorde iðulega 8-10 sinnum dýrari en fargjöld sem almenningi bauðst með öðrum þotum. Það var því aðallega efnameira fólk sem flaug með Concorde, auk flugáhugamanna sem keyptu sér far til að upplifa þessa einstöku reynslu. Concorde-þotur lentu af og til á Keflavíkurflugvelli, venjulega í svokölluðum hvataferðum eða leiguflugi. Breskum eftirlaunaþegum voru seldar Concorde-ferðir á hljóðhraða norður fyrir heimskautsbaug með millilendingu á Íslandi og farþegum skemmtiferðaskipa var flogið til móts við skipin í Reykjavík. Concorde-þotan sem fórst í flugtaki frá Charles de Gaulle flugvellinum í París, þann 25. júlí árið 2000.MYND/APFlugslys í París árið 2000 markaði upphafið að endalokunum en þá fórust 113 manns, þar af 4 á jörðu niðri, þegar Concorde hrapaði skömmu eftir flugtak og lenti á hóteli við flugvöllinn. Þetta reyndist eina dauðaslysið í sögu Concorde en orsök þess var rakin til lítils málmbúts sem lá á flugbrautinni úr annarri þotu og sprengdi hjólbarða Concorde-þotunnar. Gúmmístykki þeyttist af miklu afli í skrokkinn og orsakaði þrýstingsbylgju sem gerði gat á eldsneytisgeymi og við það kviknaði í þotunni. Slysið varð til þess að farþegaflug með Concorde lá niðri í rúmt ár. Eftir endurbætur fékk hún flugleyfi á ný í nóvember 2001. Afleiðingar hryðjuverkaárásanna 11. september og efnahagslægð gerðu svo útslagið og í október 2003 var rekstri Concorde endanlega hætt, eftir 27 ára rekstrarsögu. Hér má sjá myndband frá Airbus um Concorde í tilefni dagsins: Airbus Bretland Frakkland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Airbus sækir um einkaleyfi fyrir nýjar „Concorde-þotur“ Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund. 6. ágúst 2015 11:16 Continental kennt um Concorde slysið Dómstóll í París hefur úrskurðað að bandaríska flugfélagið Continental Airways beri ábyrgð á því að hin hljóðfrá Concorde farþegaþota fórst í flugtaki frá París árið 2000. 6. desember 2010 11:19 Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum. 10. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Smíði þotunnar var samstarfsverkefni breskra og franskra stjórnvalda, sem hófst formlega árið 1962, og sjö árum síðar var fyrsta eintakið tilbúið til flugs. Samstarfið leiddi síðar til stofnunar evrópsku Airbus-flugvélaverksmiðjanna. Jómfrúarflugið var frá flugvellinum í Toulouse í Suður-Frakklandi þann 2. mars árið 1969 og stóð yfir í 29 mínútur. Sjö mánuðir liðu frá þessu fyrsta flugi þar til Concorde rauf hljóðmúrinn í fyrsta sinn en það var í október árið 1969. Enn átti þó eftir að yfirstíga margvíslegar tæknihindranir og liðu enn sjö ár þar til Concorde hóf farþegaflug en það var árið 1976. Frá fyrstu lendingu árið 1969. Concorde þurfti fallhlíf til að hægja á sér í lendingarbruni.Mynd/Airbus.Þróunarkostnaður reyndist sexfalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þotan þótti engu að síður tæknilegt afrek. Hún flaug á 2.200 kílómetra hraða, tvöföldum hljóðhraða, og fór tvöfalt hærra en aðrar farþegaþotur, í 60 þúsund feta hæð. Þá setti hún ný hraðamet í farþegaflutningum, Concorde-metið milli New York og London er tvær klukkustundir og 53 mínútur. Flugtími var þó venjulega um þrjár og hálf klukkustund meðan aðrar þotur voru sjö tíma á leiðinni. Þótt Concorde þætti marka þáttaskil í flugsögunni urðu Sovétmenn fyrri til að smíða hljóðfráa farþegaþotu. Það var Tupolev TU-144, sem fjölmiðlar á Vesturlöndum uppnefndu Concordski, en hún fór á loft tveimur mánuðum á undan Concorde. Saga TU-144 varð þó endaslepp, ein fórst á flugsýningu í París árið 1973, og hún var aðeins notuð í farþegaflugi innan Sovétríkjanna um sex mánaða skeið, frá nóvember 1977 til maí 1978, þegar önnur TU-144 fórst í reynsluflugi.Úr bresku samsetningarverksmiðjunni en Concorde-þoturnar voru settar saman bæði í Bretlandi og Frakklandi. Bretar kölluðu hana Concord en Frakkar Concorde.Mynd/Airbus.Markaðsáætlanir gerðu ráð fyrir að þörf yrði fyrir 350 Concorde-þotur og þegar hún flaug í fyrsta sinn lágu fyrir pantanir frá sextán flugfélögum upp á 74 eintök. En svo skall olíukreppan á, Concorde eyddi gríðarlegu eldsneyti, og einstök ríki og borgir takmörkuðu flug hennar vegna hávaða. Vegna höggbylgjunnar sem myndast var henni bannað að rjúfa hljóðmúrinn yfir landi sem þýddi að notagildi hennar var bundið við flug yfir úthaf. Áhugi flugfélaga hvarf, þau vildu frekar hagkvæma 360 sæta júmbó-breiðþotu en 120 sæta hljóðfrænu, sem eyddi þrefalt meira eldsneyti á hvert sæti. Svo fór að einungis ríkisflugfélögin Air France og British Airways keyptu Concorde-þotur, sjö þotur hvort, og var framleiðslu hennar hætt árið 1979. Alls voru tuttugu eintök smíðuð en sex voru einungis notuð í tilraunaskyni.Tvær Concorde frá British Airways við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í september 1977.Mynd/U.S. National Archives.Til að standa undir rekstrinum voru fargjöld með Concorde iðulega 8-10 sinnum dýrari en fargjöld sem almenningi bauðst með öðrum þotum. Það var því aðallega efnameira fólk sem flaug með Concorde, auk flugáhugamanna sem keyptu sér far til að upplifa þessa einstöku reynslu. Concorde-þotur lentu af og til á Keflavíkurflugvelli, venjulega í svokölluðum hvataferðum eða leiguflugi. Breskum eftirlaunaþegum voru seldar Concorde-ferðir á hljóðhraða norður fyrir heimskautsbaug með millilendingu á Íslandi og farþegum skemmtiferðaskipa var flogið til móts við skipin í Reykjavík. Concorde-þotan sem fórst í flugtaki frá Charles de Gaulle flugvellinum í París, þann 25. júlí árið 2000.MYND/APFlugslys í París árið 2000 markaði upphafið að endalokunum en þá fórust 113 manns, þar af 4 á jörðu niðri, þegar Concorde hrapaði skömmu eftir flugtak og lenti á hóteli við flugvöllinn. Þetta reyndist eina dauðaslysið í sögu Concorde en orsök þess var rakin til lítils málmbúts sem lá á flugbrautinni úr annarri þotu og sprengdi hjólbarða Concorde-þotunnar. Gúmmístykki þeyttist af miklu afli í skrokkinn og orsakaði þrýstingsbylgju sem gerði gat á eldsneytisgeymi og við það kviknaði í þotunni. Slysið varð til þess að farþegaflug með Concorde lá niðri í rúmt ár. Eftir endurbætur fékk hún flugleyfi á ný í nóvember 2001. Afleiðingar hryðjuverkaárásanna 11. september og efnahagslægð gerðu svo útslagið og í október 2003 var rekstri Concorde endanlega hætt, eftir 27 ára rekstrarsögu. Hér má sjá myndband frá Airbus um Concorde í tilefni dagsins:
Airbus Bretland Frakkland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Airbus sækir um einkaleyfi fyrir nýjar „Concorde-þotur“ Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund. 6. ágúst 2015 11:16 Continental kennt um Concorde slysið Dómstóll í París hefur úrskurðað að bandaríska flugfélagið Continental Airways beri ábyrgð á því að hin hljóðfrá Concorde farþegaþota fórst í flugtaki frá París árið 2000. 6. desember 2010 11:19 Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum. 10. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Airbus sækir um einkaleyfi fyrir nýjar „Concorde-þotur“ Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund. 6. ágúst 2015 11:16
Continental kennt um Concorde slysið Dómstóll í París hefur úrskurðað að bandaríska flugfélagið Continental Airways beri ábyrgð á því að hin hljóðfrá Concorde farþegaþota fórst í flugtaki frá París árið 2000. 6. desember 2010 11:19
Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum. 10. febrúar 2019 19:45