Miðasala á Eurovision stöðvuð: Grunur um að tveir af kynnunum ásamt öðrum hafi tryggt sér bestu sætin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 17:45 Keppnin verður haldin í Tel Aviv þetta árið. EPA/ATEF SAFADI Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27