Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:19 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, nýr formaður Samtakanna '78. Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum. Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum.
Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira