Abdelaziz Bouteflika tók við forsetaembættinu af Liamine Zeroual árið 1999 og hefur setið fastast síðan. Bouteflika hefur þó ekki látið mikið á sér kræla frá því að hann fékk heilablóðfall árið 2013, fjöldi Alsíringa lítur því svo á að Bouteflika stjórni í raun ekki landinu, heldur geri það hópur hátt settra borgara og hermanna.
Fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í kvöld og er búist við töluverðum óeirðum. Undanfarnar vikur hafa þúsundir, að mestum hluta ungt fólk, flykkst á götur út og mótmælt. Slagorð á borð við „Þið eruð þjófar, þið eyðilögðuð landið“, og „Nei við fimmta kjörtímabilinu“ hafa heyrst á strætum Algeirsborgar og víðar, þar á meðal handan hafsins en íbúar Parísar og Marseille, af alsírskum ættum, hafa mótmælt í þeim borgum.
من مدينتي
من تصويري
لا للعهدة الخامسة
دعوه يرتاح#حراك_1_مارسpic.twitter.com/hpNLky5CLL
— Rachid Aliouane (@RachidAL85) March 1, 2019