Óska umsagna um framtíðina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. mars 2019 07:00 Smári stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Þar sem Þingmenn úr öllum flokkum sitja í. Fréttablaðið/Anton Brink Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira