Ekkert bendir til þess að sprungan í Eldey sé að stækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 15:30 Frá Eldey á dögunum. Vísir/Egill Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira