Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52