Sendi mynd af fyrrverandi í kynlífsathöfn á fjölskylduna og nýjan kærasta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2019 08:00 Karlmaðurinn hótaði konunni að dreifa myndum af henni í kynlífsathöfn víðar. Getty Images Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira