Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2019 20:45 Áki Guðmundsson, sjómaður og framkvæmdastjóri Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka né til að fylgjast með að staðið sé við sameiningarskilmála. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Fyrir aldarfjórðungi bjuggu 130 manns á Bakkafirði en síðan hefur íbúum fækkað um helming. Búið er að loka skólanum, leikskólanum og einu búðinni. Þar er ekkert starf eftir í þjónustu.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áki Guðmundsson, sem rekur fiskvinnslu á Bakkafirði, segir að þegar sveitarfélögin Skeggjastaðahreppur og Þórshöfn sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 hafi verið samið um að skóli og leikskóli yrðu áfram á Bakkafirði en einnig starfsmaður áhaldahúss. „Sameinað sveitarfélag, sem lagði af stað undir kjörorðunum „Sameining til sóknar“ hefur reynst okkur gríðarlega dýrkeypt,“ segir Áki.Skólanum á Bakkafirði var lokað fyrir tveimur árum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.María Guðmundsdóttir var skólastjóri og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kenndi við skólann, sem lokað var fyrir tveimur árum. -Finnst ykkur það hafa verið mistök að sameinast Þórshöfn? „Já,“ svarar Bylgja Dögg. „Ég segi þetta svolítið.. ég tók einu sinni að mér tvö lömb. Ég væri ekkert rosalega góð í að ala þau upp ef ég hefði drepið annað þeirra. Mín skylda væri að gefa þeim báðum að éta. Og það er eiginlega þannig sem sveitarstjórn á að hugsa,“ segir María.María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir störfuðu báðar við grunnskólann á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Skrifstofa Langanesbyggðar er á Þórshöfn. „Það er ekki mín upplifun að Langnesingar eða Þórshafnarfólk hafi á einhvern hátt ekki viljað eða ekki sinnt Bakkafirði. Það er ekki mín upplifun,“ segir Elías Pétursson sveitarstjóri.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er skrítið að ríkið skuli hvetja til sameiningar og það eru engin verkfæri til að fylgjast með því hvað gerist. Engin. Það er ekki gert ráð fyrir að þessu sé slitið,“ segir Áki. Sveitarstjórinn segir að lokun skólans hafi verið mjög erfið en stefnt hafi í að þar yrðu aðeins fimm börn. „Jafn erfitt og þetta er þá verða menn að horfa á þetta svolítið svona út frá því hvað er best að gera en ekki endilega hvað manni langar að gera,“ segir Elías.Frá fiskvinnslunni Halldóri á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nánar er fjallað um baráttu Bakkfirðinga fyrir tilverugrundvelli byggðarinnar í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár en á meðan hefur sorp verið keyrt á Vopnafjörð. Sveitarstjórinn vonast eftir farsælli 25. nóvember 2016 07:00 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4. október 2007 18:47 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka né til að fylgjast með að staðið sé við sameiningarskilmála. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Fyrir aldarfjórðungi bjuggu 130 manns á Bakkafirði en síðan hefur íbúum fækkað um helming. Búið er að loka skólanum, leikskólanum og einu búðinni. Þar er ekkert starf eftir í þjónustu.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áki Guðmundsson, sem rekur fiskvinnslu á Bakkafirði, segir að þegar sveitarfélögin Skeggjastaðahreppur og Þórshöfn sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 hafi verið samið um að skóli og leikskóli yrðu áfram á Bakkafirði en einnig starfsmaður áhaldahúss. „Sameinað sveitarfélag, sem lagði af stað undir kjörorðunum „Sameining til sóknar“ hefur reynst okkur gríðarlega dýrkeypt,“ segir Áki.Skólanum á Bakkafirði var lokað fyrir tveimur árum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.María Guðmundsdóttir var skólastjóri og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kenndi við skólann, sem lokað var fyrir tveimur árum. -Finnst ykkur það hafa verið mistök að sameinast Þórshöfn? „Já,“ svarar Bylgja Dögg. „Ég segi þetta svolítið.. ég tók einu sinni að mér tvö lömb. Ég væri ekkert rosalega góð í að ala þau upp ef ég hefði drepið annað þeirra. Mín skylda væri að gefa þeim báðum að éta. Og það er eiginlega þannig sem sveitarstjórn á að hugsa,“ segir María.María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir störfuðu báðar við grunnskólann á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Skrifstofa Langanesbyggðar er á Þórshöfn. „Það er ekki mín upplifun að Langnesingar eða Þórshafnarfólk hafi á einhvern hátt ekki viljað eða ekki sinnt Bakkafirði. Það er ekki mín upplifun,“ segir Elías Pétursson sveitarstjóri.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er skrítið að ríkið skuli hvetja til sameiningar og það eru engin verkfæri til að fylgjast með því hvað gerist. Engin. Það er ekki gert ráð fyrir að þessu sé slitið,“ segir Áki. Sveitarstjórinn segir að lokun skólans hafi verið mjög erfið en stefnt hafi í að þar yrðu aðeins fimm börn. „Jafn erfitt og þetta er þá verða menn að horfa á þetta svolítið svona út frá því hvað er best að gera en ekki endilega hvað manni langar að gera,“ segir Elías.Frá fiskvinnslunni Halldóri á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nánar er fjallað um baráttu Bakkfirðinga fyrir tilverugrundvelli byggðarinnar í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár en á meðan hefur sorp verið keyrt á Vopnafjörð. Sveitarstjórinn vonast eftir farsælli 25. nóvember 2016 07:00 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4. október 2007 18:47 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30
Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45
Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár en á meðan hefur sorp verið keyrt á Vopnafjörð. Sveitarstjórinn vonast eftir farsælli 25. nóvember 2016 07:00
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4. október 2007 18:47
Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42