Innlent

Brjóstmynd af Ólafi Ragnari afhjúpuð á Bessastöðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Forsætisráðherrann svipti hulunni af myndinni.
Forsætisráðherrann svipti hulunni af myndinni. Twitter/Ólafur Ragnar
Brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem svipti hulunni af brjóstmyndinni en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur athöfnina ásamt fjölskyldu Ólafs og gestum.

Bætist brjóstmyndin af Ólafi þar með í hóp annarra brjóstmynda af fyrrverandi forsetum Íslands. Myndhöggvarinn Helgi Gíslason sá um að gera brjóstmyndina af Ólafi Ragnari en Ólafur segir frá því á Twitter að það hefði verið gaman að hlýða á sögur Gísla á meðan hann sat fyrir.

Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands í tuttugu ár, eða frá árinu 1996 til 2016. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×