Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 10:30 Finnur Freyr Stefánsson var gestur í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi vísir/stöð 2 sport „Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15