Vilhelm Már Þorsteinsson, sem ráðinn var forstjóri Eimskipafélags Íslands í janúar, keypti í dag hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 12,5 milljónir króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar um viðskipti fruminnherja. Vilhelm Már, sem tók við stöðu forstjóra af Gylfa Sigfússyni, keypti 66 þúsund hluti á genginu 189,25.
Vilhelm, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs Íslandsbanka þar til í janúar, átti ekki bréf fyrir í félaginu.
Afkoma Eimskipa í fyrra var undir væntingum og varð tap á rekstrinum á síðasta ársfjórðungi 2018.
Nýi forstjórinn keypti fyrir tólf milljónir

Tengdar fréttir

Einkafjárfestar þurfa að láta til sín taka
Helgi Magnússon fjárfestir segir víða hafa skort örugga forystu í hluthafahópum skráðra félaga á Íslandi. Stjórnarmenn þurfi að hafa beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá.

Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip
Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna.

Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum
Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins.

Skipstjóri leiguskips Eimskips lést eftir að brot kom á skipið
Var við vinnu í brúnni.

Ólafi William Hand sagt upp hjá Eimskip
Ólafi William Hand hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Eimskips í um áratug.