Körfubolti

Körfuboltakvöld: Týpískt að körfuboltaguðirnir slái þá utan undir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
ÍR hefur mætt Stjörnunni í 8-liða úrslitum síðustu tvö ár. Ef þeir komast í úrslitakeppnina þetta vorið er ansi líklegt að þeir mæti Stjörnunni þriðja árið í röð
ÍR hefur mætt Stjörnunni í 8-liða úrslitum síðustu tvö ár. Ef þeir komast í úrslitakeppnina þetta vorið er ansi líklegt að þeir mæti Stjörnunni þriðja árið í röð vísir/andri marinó
Það er fram undan rosalegur slagur um síðustu sætin í úrslitakeppni Domino's deildar karla. Þrjú lið berjast um tvö síðustu sætin.

Grindavík, ÍR og Haukar eru öll með sextán stig í 7.- 9. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

ÍR á eftir að spila við Njarðvík, KR og Grindavík. Grindavík á eftir að mæta Haukum, Stjörnunni og ÍR. Haukar eiga eftir leiki við Grindavík, Þór og Stjörnuna.

Í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld ræddu sérfræðingarnir hvaða lið það yrði sem sæti eftir.

„Ég er hræddur um að ÍR sitji eftir, út af þessum fjórum vítaskotum í gærkvöldi [á sunnudagskvöld gegn Tindastól]. Það væri bara svo týpískt ef að körfuboltaguðirnir slá þá utan undir,“ sagði Teitur Örlygsson.

s2 sport
Finnur Freyr Stefánsson tók undir að þeir ættu á pappír erfiðasta prógrammið eftir en kom svo með annan punkt í umræðunni.

„Svo er það bara spurningin, þessi lið, hafa þau eitthvað að gera í þetta?“

Þessi lið mæta líklegast Stjörnunni og Njarðvík í úrslitakeppninni sem eru án efa bestu lið landsins í dag.

Kjartan Atli Kjartansson breytti þá spurningunni í hvaða liðum af þessum þremur væri verst að mæta, frá sjónarhorni Stjörnunnar og Njarðvíkur.

„Ég held ég myndi síst vilja mæta ÍR-ingum,“ sagði Hermann Hauksson.

„Þeir hafa heimavöllinn, hjartað og eru kannski minnst brothættir,“ tók Finnur undir.

Alla umræðuna, og Framlenginguna í heild, má sjá hér að neðan.



Klippa: Framlengingin: Hvaða lið fara inn í úrslitakeppnina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×