Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 23:33 Ef grunur vaknar um mislingasmit er fólk hvatt til að leita ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús heldur hringja í númerið 1700. Vísir/VIlhelm Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18