Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:30 Afkoma Arion banka var undir væntingum í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira
Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira