Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. mars 2019 06:30 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air. Félagið fékk í síðustu viku frest til loka mánaðarins til að ná samkomulagi við Indigo Partners um fjárfestingu bandaríska fjárfestingafélagsins í WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða króna, í skuldabréfaútboði flugfélagsins síðasta haust, gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól bréfanna til þess að kaup Indigo Partners í félaginu nái fram að ganga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Því til viðbótar hefur bandaríska fjárfestingafélagið krafist þess að endanlegur eignarhlutur Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í félaginu verði mun minni í kjölfar viðskiptanna en áður hefur verið rætt um og í raun hverfandi. Umrædd skilyrði – annars vegar um niðurskrift á kröfum skuldabréfaeigendanna og hins vegar um eignarhlut Skúla – voru lögð fram af hálfu fulltrúa Indigo Partners á fundi þeirra með Skúla í hádeginu síðasta fimmtudag, sama dag og frestur sem skuldabréfaeigendur WOW air veittu félaginu til þess að ná samkomulagi við bandaríska félagið rann út. Sá frestur var framlengdur til loka marsmánaðar. Kröfur Indigo Partners komu Skúla verulega á óvart, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, og ollu honum miklum vonbrigðum. Hann hefði enda staðið í þeirri trú að aðilar væru langt komnir með að ganga frá viðskiptunum en eins og Markaðurinn hefur upplýst um gengu forsvarsmenn WOW air í vikunni áður frá heildstæðu samkomulagi við leigusala flugfélagsins og ruddu þannig úr vegi stórri hindrun fyrir fjárfestingu bandaríska félagsins. Átti þannig aðeins eftir að leggja lokahönd á viðskiptin. Í kjölfar hádegisfundarins leitaði Skúli, líkt og fram hefur komið, til forsvarsmanna Icelandair í því skyni að kanna flöt á aðkomu síðarnefnda félagsins að WOW air. Ákvað stjórn Icelandair síðdegis sama dag að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að þessu sinni.Ekki borist formlegt erindi Nokkrir skuldabréfaeigendur WOW air, sem eru að stærstum hluta innlendir fjárfestar, hafa átt í óformlegu samtali við forsvarsmenn flugfélagsins undanfarna daga, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Eru þeir sagðir búast við því að þurfa að taka á sig tugprósenta afskriftir til þess að kaup Indigo Partners í félaginu gangi eftir en sem kunnugt er hafa þeir þegar samþykkt að falla frá kaupréttum að hlutafé í WOW air og lengja í skuldabréfum sínum. Sjóður í stýringu GAMMA Capital Management, GAMMA: Credit Fund, sem keypti fyrir 1,8 milljónir evra í skuldabréfaútboðinu, færði til að mynda skuldabréf sín niður að hluta síðasta föstudag. Auk sjóða í stýringu GAMMA eru skuldabréfaeigendur WOW air meðal annars Skúli sjálfur, en hann fjárfesti fyrir 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 750 milljóna króna, í útboðinu, og sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance, sem keyptu fyrir samtals 10 milljónir evra. Enn hefur eigendum skuldabréfanna ekki borist formlegt erindi frá forsvarsmönnum WOW air, eins og boðað var í stuttri tilkynningu frá félaginu síðasta fimmtudag. Búist var mögulega við því að þeir fengju bréf frá flugfélaginu í gær en það hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Viðmælendur Markaðarins furða sig á því að enn hafi ekki verið haft samband við skuldabréfaeigendurna, nú tæpri viku eftir að fresturinn sem þeir veittu WOW air til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners rann út. Nefna sumir að biðin veki áleitnar spurningar um hvort Skúli sé hugsanlega að leita annarra leiða – útbúa eins konar plan b – til þess að koma félaginu fyrir vind.Staða Skúla þröng Ljóst er að Skúli er í afar þröngri stöðu í viðræðunum við Indigo Partners. Kröfur bandaríska félagsins, sem er að mestu í eigu kaupsýslumannsins slynga Bill Franke, fela það enda í sér að raunveruleg eignarhlutdeild hans í félaginu verður hverfandi. Þá gera ný skilyrði Indigo Partners jafnframt ráð fyrir því, eins og áður var nefnt, að Skúli afskrifi hluta af 750 milljóna króna skuldabréfaeign sinni í flugfélaginu. Auk þess sem skuldabréfaeigendur WOW eru sagðir munu þurfa að taka á sig niðurskriftir þykir einnig líklegt, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að aðrir lánardrottnar og kröfuhafar flugfélagsins muni, að kröfu Indigo Partners, þurfa að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum á hendur félaginu. Fulltrúar bandaríska fjárfestingafélagsins eru sagðir gera sér vel grein fyrir því hve sterk samningsstaða þeirra sé gagnvart veikri stöðu Skúla og lánardrottna WOW air. Viðmælendur Markaðarins benda til að mynda á að þeir síðarnefndu eigi fáa aðra valkosti en að fallast á skilyrði Indigo Partners enda muni þeir að óbreyttu tapa kröfum sínum að stórum hluta ef viðræður WOW air og bandaríska félagsins ganga ekki eftir og greiðsluþrot blasir við flugfélaginu. Forsvarsmenn Indigo Partners hafa gefið það út að félagið sé reiðubúið til þess að fjárfesta fyrir allt að 75 milljónir dala, sem jafngildir liðlega 9 milljörðum króna, í WOW air. Hafa þeir tekið fram að endanleg fjárhæð fjárfestingarinnar, sem verður aðallega í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, muni ráðast af því hver fjárþörf flugfélagsins verður á meðan rekstri þess verður snúið við. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða króna, í skuldabréfaútboði flugfélagsins síðasta haust, gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól bréfanna til þess að kaup Indigo Partners í félaginu nái fram að ganga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Því til viðbótar hefur bandaríska fjárfestingafélagið krafist þess að endanlegur eignarhlutur Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í félaginu verði mun minni í kjölfar viðskiptanna en áður hefur verið rætt um og í raun hverfandi. Umrædd skilyrði – annars vegar um niðurskrift á kröfum skuldabréfaeigendanna og hins vegar um eignarhlut Skúla – voru lögð fram af hálfu fulltrúa Indigo Partners á fundi þeirra með Skúla í hádeginu síðasta fimmtudag, sama dag og frestur sem skuldabréfaeigendur WOW air veittu félaginu til þess að ná samkomulagi við bandaríska félagið rann út. Sá frestur var framlengdur til loka marsmánaðar. Kröfur Indigo Partners komu Skúla verulega á óvart, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, og ollu honum miklum vonbrigðum. Hann hefði enda staðið í þeirri trú að aðilar væru langt komnir með að ganga frá viðskiptunum en eins og Markaðurinn hefur upplýst um gengu forsvarsmenn WOW air í vikunni áður frá heildstæðu samkomulagi við leigusala flugfélagsins og ruddu þannig úr vegi stórri hindrun fyrir fjárfestingu bandaríska félagsins. Átti þannig aðeins eftir að leggja lokahönd á viðskiptin. Í kjölfar hádegisfundarins leitaði Skúli, líkt og fram hefur komið, til forsvarsmanna Icelandair í því skyni að kanna flöt á aðkomu síðarnefnda félagsins að WOW air. Ákvað stjórn Icelandair síðdegis sama dag að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að þessu sinni.Ekki borist formlegt erindi Nokkrir skuldabréfaeigendur WOW air, sem eru að stærstum hluta innlendir fjárfestar, hafa átt í óformlegu samtali við forsvarsmenn flugfélagsins undanfarna daga, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Eru þeir sagðir búast við því að þurfa að taka á sig tugprósenta afskriftir til þess að kaup Indigo Partners í félaginu gangi eftir en sem kunnugt er hafa þeir þegar samþykkt að falla frá kaupréttum að hlutafé í WOW air og lengja í skuldabréfum sínum. Sjóður í stýringu GAMMA Capital Management, GAMMA: Credit Fund, sem keypti fyrir 1,8 milljónir evra í skuldabréfaútboðinu, færði til að mynda skuldabréf sín niður að hluta síðasta föstudag. Auk sjóða í stýringu GAMMA eru skuldabréfaeigendur WOW air meðal annars Skúli sjálfur, en hann fjárfesti fyrir 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 750 milljóna króna, í útboðinu, og sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance, sem keyptu fyrir samtals 10 milljónir evra. Enn hefur eigendum skuldabréfanna ekki borist formlegt erindi frá forsvarsmönnum WOW air, eins og boðað var í stuttri tilkynningu frá félaginu síðasta fimmtudag. Búist var mögulega við því að þeir fengju bréf frá flugfélaginu í gær en það hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Viðmælendur Markaðarins furða sig á því að enn hafi ekki verið haft samband við skuldabréfaeigendurna, nú tæpri viku eftir að fresturinn sem þeir veittu WOW air til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners rann út. Nefna sumir að biðin veki áleitnar spurningar um hvort Skúli sé hugsanlega að leita annarra leiða – útbúa eins konar plan b – til þess að koma félaginu fyrir vind.Staða Skúla þröng Ljóst er að Skúli er í afar þröngri stöðu í viðræðunum við Indigo Partners. Kröfur bandaríska félagsins, sem er að mestu í eigu kaupsýslumannsins slynga Bill Franke, fela það enda í sér að raunveruleg eignarhlutdeild hans í félaginu verður hverfandi. Þá gera ný skilyrði Indigo Partners jafnframt ráð fyrir því, eins og áður var nefnt, að Skúli afskrifi hluta af 750 milljóna króna skuldabréfaeign sinni í flugfélaginu. Auk þess sem skuldabréfaeigendur WOW eru sagðir munu þurfa að taka á sig niðurskriftir þykir einnig líklegt, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að aðrir lánardrottnar og kröfuhafar flugfélagsins muni, að kröfu Indigo Partners, þurfa að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum á hendur félaginu. Fulltrúar bandaríska fjárfestingafélagsins eru sagðir gera sér vel grein fyrir því hve sterk samningsstaða þeirra sé gagnvart veikri stöðu Skúla og lánardrottna WOW air. Viðmælendur Markaðarins benda til að mynda á að þeir síðarnefndu eigi fáa aðra valkosti en að fallast á skilyrði Indigo Partners enda muni þeir að óbreyttu tapa kröfum sínum að stórum hluta ef viðræður WOW air og bandaríska félagsins ganga ekki eftir og greiðsluþrot blasir við flugfélaginu. Forsvarsmenn Indigo Partners hafa gefið það út að félagið sé reiðubúið til þess að fjárfesta fyrir allt að 75 milljónir dala, sem jafngildir liðlega 9 milljörðum króna, í WOW air. Hafa þeir tekið fram að endanleg fjárhæð fjárfestingarinnar, sem verður aðallega í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, muni ráðast af því hver fjárþörf flugfélagsins verður á meðan rekstri þess verður snúið við.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52
Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30