Lítil skref Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. mars 2019 07:00 Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem flestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að fleiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórnmálamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignaviðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Annars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn meðal annars til að svokölluðum byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hugmyndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta fleytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að fleiri hugmyndir af svipuðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórnmálamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem flestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að fleiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórnmálamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignaviðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Annars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn meðal annars til að svokölluðum byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hugmyndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta fleytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að fleiri hugmyndir af svipuðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórnmálamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun