Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 07:00 Kampýlóbakter sem kemur til landsins í kjöti deyr ef kjötið er eldað í gegn. Fréttablaðið/Hari Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30