Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:11 Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15