Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Andri Eysteinsson skrifar 6. mars 2019 19:15 Karl Pétur ætlar að leggja fram tillögu um hámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi Vísir/Vilhelm/Aðsend Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira