Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 6. mars 2019 22:00 Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira