Lágmarkslaun um 70 prósentum hærri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. mars 2019 07:30 Lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum nema 300 þúsund krónum. Vísir/vilhelm Lágmarkslaun á Íslandi eru um 70 prósentum hærri en lágmarkslaun í Póllandi þegar búið er að leiðrétta fyrir verðlagi. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir ólíklegt að miklar hækkanir á lægstu launum muni skila sér í kaupmáttaraukningu á þessum tímapunkti í hagsveiflunni. Um 34 prósent þeirra sem flutt hafa hingað til lands á síðustu árum koma frá Póllandi. Þar í landi eru lágmarkslaun um fimmtungur af lágmarkslaunum á Íslandi. Ef leiðrétt er fyrir verðlagi eru lágmarkslaun á Íslandi engu að síður um 70 prósentum hærri en í Póllandi. Þannig getur Pólverji á lágmarkslaunum starfað hér og lifað með sömu neyslu og á lágmarkslaunum í Pólland en auk þess sent til Póllands nærri tvöföld pólsk lágmarkslaun. „Þessi launamunur við útlönd setur þrýsting á íslenskan vinnumarkað. Við erum hluti af hinum evrópska vinnumarkaði þar sem töluverður launamunur er til staðar. Í vestari hluta álfunnar fær fólk meiri umbun fyrir menntun en þekkist hérlendis, jafnframt fá ófaglærðir lægri laun þar ytra, einkum þó í austari hluta álfunnar. Fólksflutningar til og frá landinu hafa því verið með þeim hætti að við höfum verið að missa frá okkur ungt og menntað fólk en fengið ófaglært erlent vinnuafl til landsins,“ segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar HÍ, og bendir á að frá árinu 2011 hafi erlendu starfsfólki fjölgað um 15 þúsund. Lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum nema 300 þúsund krónum. Í kröfugerð VR og Eflingar er þess krafist að lágmarkslaun verði hækkuð upp í 426 þúsund frá og með 1. janúar 2021. „Miklar hækkanir kauptaxta hérlendis umfram það sem þekkist erlendis hafa ávallt leitt til gengisveikingar, sérstaklega þegar raungengið er hátt eins og það er nú. Ég held að það sé ekki með nokkru móti hægt að þrýsta raungenginu hærra en það er nú miðað við þær blikur sem eru á lofti í helstu útflutningsatvinnuvegum okkar. Hagkerfið þolir ekki mikið hærra raungengi þannig að ég get ekki séð að kaupmáttur muni aukast ef þessum kröfLágmarkslaun um 70 prósentum hærri Ef leiðrétt er fyrir verðlagi eru lágmarkslaun á Íslandi um 70 prósentum hærri en í Póllandi. Þaðan koma flestir innflytjendur. Miklar hækkanir á lágmarkslaunum geta leitt til gengisveikingar eða atvinnuleysis að sögn hagfræðings. Hagkerfið þoli ekki mikið hærra raungengi. um verður náð fram,“ segir Ásgeir.„Þessi atburðarás hefur endurtekið sig gegnum hagsöguna. Miklar hækkanir á töxtum leiða til þess að gengið gefur eftir. Þá fer verðbólgan af stað, étur upp hækkanirnar og við erum aftur komin á byrjunarreit. Það þarf að hafa í huga að við erum í samkeppni við erlendar þjóðir og getum ekki bara sest niður og ákveðið pólitísk viðmið fyrir laun sem eru úr takti við það sem er að gerast erlendis.“ Störf gætu horfið Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands hefur aldrei verið jafn stór og því hefur bankinn burði til að grípa inn í og sporna við veikingu krónunnar. Ásgeir segir að þá geti launahækkanirnar brotist fram í atvinnuleysi ef genginu verður haldið föstu samhliða mikilli hækkun kauptaxta. „Hið eðlilega viðbragð fyrirtækja verður að minnka notkun á vinnuafli til þess að draga úr kostnaði eða auka sjálfvirkni og þá dregst vinnuaflseftirspurnin saman. Störf sem skapa fyrirtækjum ekki nógu mikil verðmæti til að réttlæta svona háa taxta munu hverfa,“ segir Ásgeir og nefnir sem dæmi að fataiðnaðurinn á Íslandi hafi horfið þegar greinin gat ekki greitt laun samkvæmt lögum. „Við sjáum nú þegar fréttir í hverri viku af fyrirtækjum sem eru að fækka fólki eða draga saman seglin.“Vinnumarkaðurinn hefur breyst Þá segir Ásgeir að íslenskur vinnumarkaður hafi tekið breytingum sem gætu skýrt hvers vegna upplifun fólks af kjaraþróun er ólík því sem hagtölur sýna. „Áður fyrr voru yfirborganir algengar á taxtakaup. Á þeim tíma lögðu verkalýðsfélögin enga sérstaka áherslu á há taxtalaun þar sem næstum allir fengu greidda uppbót með einum eða með öðrum hætti, ofan á taxtann. Til að mynda þegar ég vann sem hagfræðingur Dagsbrúnar á sínum tíma voru allir vinnustaðir með einhvers konar kerfi varðandi yfirborganir. Þetta hefur nú breyst. Nú fær fólk greitt eftir strípuðum töxtum og ég held að það skýri mismuninn á því sem fólk upplifir og því sem við hagfræðingar sjáum í tölunum. Við höfum raunverulega séð mikla hækkun lægstu taxta en mjög margt fólk virðist ekki hafa fundið fyrir hækkun kaupmáttar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Pólland Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Lágmarkslaun á Íslandi eru um 70 prósentum hærri en lágmarkslaun í Póllandi þegar búið er að leiðrétta fyrir verðlagi. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir ólíklegt að miklar hækkanir á lægstu launum muni skila sér í kaupmáttaraukningu á þessum tímapunkti í hagsveiflunni. Um 34 prósent þeirra sem flutt hafa hingað til lands á síðustu árum koma frá Póllandi. Þar í landi eru lágmarkslaun um fimmtungur af lágmarkslaunum á Íslandi. Ef leiðrétt er fyrir verðlagi eru lágmarkslaun á Íslandi engu að síður um 70 prósentum hærri en í Póllandi. Þannig getur Pólverji á lágmarkslaunum starfað hér og lifað með sömu neyslu og á lágmarkslaunum í Pólland en auk þess sent til Póllands nærri tvöföld pólsk lágmarkslaun. „Þessi launamunur við útlönd setur þrýsting á íslenskan vinnumarkað. Við erum hluti af hinum evrópska vinnumarkaði þar sem töluverður launamunur er til staðar. Í vestari hluta álfunnar fær fólk meiri umbun fyrir menntun en þekkist hérlendis, jafnframt fá ófaglærðir lægri laun þar ytra, einkum þó í austari hluta álfunnar. Fólksflutningar til og frá landinu hafa því verið með þeim hætti að við höfum verið að missa frá okkur ungt og menntað fólk en fengið ófaglært erlent vinnuafl til landsins,“ segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar HÍ, og bendir á að frá árinu 2011 hafi erlendu starfsfólki fjölgað um 15 þúsund. Lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum nema 300 þúsund krónum. Í kröfugerð VR og Eflingar er þess krafist að lágmarkslaun verði hækkuð upp í 426 þúsund frá og með 1. janúar 2021. „Miklar hækkanir kauptaxta hérlendis umfram það sem þekkist erlendis hafa ávallt leitt til gengisveikingar, sérstaklega þegar raungengið er hátt eins og það er nú. Ég held að það sé ekki með nokkru móti hægt að þrýsta raungenginu hærra en það er nú miðað við þær blikur sem eru á lofti í helstu útflutningsatvinnuvegum okkar. Hagkerfið þolir ekki mikið hærra raungengi þannig að ég get ekki séð að kaupmáttur muni aukast ef þessum kröfLágmarkslaun um 70 prósentum hærri Ef leiðrétt er fyrir verðlagi eru lágmarkslaun á Íslandi um 70 prósentum hærri en í Póllandi. Þaðan koma flestir innflytjendur. Miklar hækkanir á lágmarkslaunum geta leitt til gengisveikingar eða atvinnuleysis að sögn hagfræðings. Hagkerfið þoli ekki mikið hærra raungengi. um verður náð fram,“ segir Ásgeir.„Þessi atburðarás hefur endurtekið sig gegnum hagsöguna. Miklar hækkanir á töxtum leiða til þess að gengið gefur eftir. Þá fer verðbólgan af stað, étur upp hækkanirnar og við erum aftur komin á byrjunarreit. Það þarf að hafa í huga að við erum í samkeppni við erlendar þjóðir og getum ekki bara sest niður og ákveðið pólitísk viðmið fyrir laun sem eru úr takti við það sem er að gerast erlendis.“ Störf gætu horfið Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands hefur aldrei verið jafn stór og því hefur bankinn burði til að grípa inn í og sporna við veikingu krónunnar. Ásgeir segir að þá geti launahækkanirnar brotist fram í atvinnuleysi ef genginu verður haldið föstu samhliða mikilli hækkun kauptaxta. „Hið eðlilega viðbragð fyrirtækja verður að minnka notkun á vinnuafli til þess að draga úr kostnaði eða auka sjálfvirkni og þá dregst vinnuaflseftirspurnin saman. Störf sem skapa fyrirtækjum ekki nógu mikil verðmæti til að réttlæta svona háa taxta munu hverfa,“ segir Ásgeir og nefnir sem dæmi að fataiðnaðurinn á Íslandi hafi horfið þegar greinin gat ekki greitt laun samkvæmt lögum. „Við sjáum nú þegar fréttir í hverri viku af fyrirtækjum sem eru að fækka fólki eða draga saman seglin.“Vinnumarkaðurinn hefur breyst Þá segir Ásgeir að íslenskur vinnumarkaður hafi tekið breytingum sem gætu skýrt hvers vegna upplifun fólks af kjaraþróun er ólík því sem hagtölur sýna. „Áður fyrr voru yfirborganir algengar á taxtakaup. Á þeim tíma lögðu verkalýðsfélögin enga sérstaka áherslu á há taxtalaun þar sem næstum allir fengu greidda uppbót með einum eða með öðrum hætti, ofan á taxtann. Til að mynda þegar ég vann sem hagfræðingur Dagsbrúnar á sínum tíma voru allir vinnustaðir með einhvers konar kerfi varðandi yfirborganir. Þetta hefur nú breyst. Nú fær fólk greitt eftir strípuðum töxtum og ég held að það skýri mismuninn á því sem fólk upplifir og því sem við hagfræðingar sjáum í tölunum. Við höfum raunverulega séð mikla hækkun lægstu taxta en mjög margt fólk virðist ekki hafa fundið fyrir hækkun kaupmáttar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Pólland Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira