Facebook leggur aukna áherslu á dulkóðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2019 10:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez Facebook ætlar að leggja aukna áherslu á dulkóðuð skilaboð sem eyða sér sjálf og aukna persónuvernd á næstu árum, jafnvel þó það leiði til þess að miðlar fyrirtækisins verði bannaðir í sumum ríkjum. Í langri blogfærslu sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, birti í gær segir hann að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji standa vörð um friðhelgi einkalífsins.Þá ætlar Facebook að hætta að hýsa gögn í löndum sem eru þekkt fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi eins og friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi.Samkvæmt AP fréttaveitunni sér Zuckerberg þessar breytingar sem leið fyrir Facebook til að brjóta sér leið inn í skilaboðamarkaðinn, sem hefur vaxið hraðar en hefðbundnir samfélagsmiðlar. Þá gætu breytingarnar hjálpað Facebook að eiga við hertar reglugerðir eins og fyrirtækinu hefur verið hótað víða um heim í kjölfar fjölmargra hneykslismála þar sem persónulegar upplýsingar notenda hafa endað í röngum höndum.Zuckerberg segir þó að samfélagsmiðlahlið Facebook verði enn kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Facebook varð að því stærðarinnar fyrirtæki sem það er í dag með því að soga upp persónuupplýsingar fólks og nota þær til að senda hnitmiðaðar auglýsingar á notendur. Greiningaraðilar búast við því að þessar auglýsingar mun skapa 67 milljarða dala tekjur fyrir Facebook á þessu ári. Allar breytingar sem gætu ógnað þeirri kjarnastarfsemi gætu komið verulega niður á hlutabréfaverði fyrirtækisins, samkvæmt AP. Í samtali við fréttaveituna sagðist Zuckerberg hins vegar standa í þeirri trú að breytingar þessar myndu frekar hjálpa Facebook. Gangi allt eftir myndu sérsniðnar auglýsingar einnig birtast í skilaboðaforritum Facebook. Zuckerberg segir að þjónusta þessi verði byggð upp eins og WhatsApp. Mest áhersla verði lögð á skilaboð og að þau verði eins örugg og mögulegt er. Byggt verði á þeim grunni og bætt við símtölum, myndbandssímtölum, sögum og ýmislegu öðru. Meðal annars verði hægt að greiða fyrir þjónustu. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja alfarið óljóst hvort að Facebook muni græða á þessum breytingum. Einhverjir sjá það sem leið fyrir Facebook til að komast hjá hertri löggjöf og jafnvel til að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Með því að þétta Facebook, Instagram og WhatsApp saman gætu forsvarsmenn Facebook haldið því fram að ekki væri hægt að slíta þjónusturnar í sundur. Það myndi einnig gera fyrirtækinu kleift að byggja upp þéttari gagnapakka um notendur sína. Bandaríkin Facebook Persónuvernd Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook ætlar að leggja aukna áherslu á dulkóðuð skilaboð sem eyða sér sjálf og aukna persónuvernd á næstu árum, jafnvel þó það leiði til þess að miðlar fyrirtækisins verði bannaðir í sumum ríkjum. Í langri blogfærslu sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, birti í gær segir hann að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji standa vörð um friðhelgi einkalífsins.Þá ætlar Facebook að hætta að hýsa gögn í löndum sem eru þekkt fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi eins og friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi.Samkvæmt AP fréttaveitunni sér Zuckerberg þessar breytingar sem leið fyrir Facebook til að brjóta sér leið inn í skilaboðamarkaðinn, sem hefur vaxið hraðar en hefðbundnir samfélagsmiðlar. Þá gætu breytingarnar hjálpað Facebook að eiga við hertar reglugerðir eins og fyrirtækinu hefur verið hótað víða um heim í kjölfar fjölmargra hneykslismála þar sem persónulegar upplýsingar notenda hafa endað í röngum höndum.Zuckerberg segir þó að samfélagsmiðlahlið Facebook verði enn kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Facebook varð að því stærðarinnar fyrirtæki sem það er í dag með því að soga upp persónuupplýsingar fólks og nota þær til að senda hnitmiðaðar auglýsingar á notendur. Greiningaraðilar búast við því að þessar auglýsingar mun skapa 67 milljarða dala tekjur fyrir Facebook á þessu ári. Allar breytingar sem gætu ógnað þeirri kjarnastarfsemi gætu komið verulega niður á hlutabréfaverði fyrirtækisins, samkvæmt AP. Í samtali við fréttaveituna sagðist Zuckerberg hins vegar standa í þeirri trú að breytingar þessar myndu frekar hjálpa Facebook. Gangi allt eftir myndu sérsniðnar auglýsingar einnig birtast í skilaboðaforritum Facebook. Zuckerberg segir að þjónusta þessi verði byggð upp eins og WhatsApp. Mest áhersla verði lögð á skilaboð og að þau verði eins örugg og mögulegt er. Byggt verði á þeim grunni og bætt við símtölum, myndbandssímtölum, sögum og ýmislegu öðru. Meðal annars verði hægt að greiða fyrir þjónustu. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja alfarið óljóst hvort að Facebook muni græða á þessum breytingum. Einhverjir sjá það sem leið fyrir Facebook til að komast hjá hertri löggjöf og jafnvel til að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Með því að þétta Facebook, Instagram og WhatsApp saman gætu forsvarsmenn Facebook haldið því fram að ekki væri hægt að slíta þjónusturnar í sundur. Það myndi einnig gera fyrirtækinu kleift að byggja upp þéttari gagnapakka um notendur sína.
Bandaríkin Facebook Persónuvernd Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira