Nýjustu tölur úr Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 7. mars 2019 10:45 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orkuveitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vinsælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu því atvinnuleysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins komnir.Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta forgangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála.Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúafjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustiginu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykjavík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi.Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þannig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrirsjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipulagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þessara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá byggingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum.Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um uppbyggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðismarkaði. Hluti af þessari uppbyggingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu húsnæðisverkefna á hverju ári undanfarin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er samþykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022.Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og uppbyggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu hennar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmálum og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykjavík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orkuveitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vinsælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu því atvinnuleysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins komnir.Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta forgangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála.Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúafjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustiginu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykjavík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi.Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þannig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrirsjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipulagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þessara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá byggingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum.Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um uppbyggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðismarkaði. Hluti af þessari uppbyggingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu húsnæðisverkefna á hverju ári undanfarin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er samþykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022.Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og uppbyggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu hennar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmálum og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykjavík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun