Nýjustu tölur úr Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 7. mars 2019 10:45 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orkuveitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vinsælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu því atvinnuleysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins komnir.Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta forgangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála.Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúafjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustiginu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykjavík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi.Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þannig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrirsjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipulagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þessara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá byggingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum.Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um uppbyggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðismarkaði. Hluti af þessari uppbyggingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu húsnæðisverkefna á hverju ári undanfarin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er samþykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022.Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og uppbyggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu hennar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmálum og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykjavík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orkuveitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vinsælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu því atvinnuleysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins komnir.Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta forgangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála.Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúafjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustiginu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykjavík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi.Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þannig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrirsjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipulagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þessara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá byggingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum.Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um uppbyggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðismarkaði. Hluti af þessari uppbyggingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu húsnæðisverkefna á hverju ári undanfarin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er samþykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022.Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og uppbyggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu hennar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmálum og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykjavík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun