„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. mars 2019 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20