Frægasta álft landsins, sú sem festi gogg sinn í Red Bull dós á dögunum, yfirgaf Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal í morgun. Hún útskrifaði sig sjálf eins og fram kemur í færslu garðsins á Facebook.
Álftin komst í fréttirnar í vikunni þegar íbúar í Garðabæ vöktu athygli á þrekaðri álftinni með dósina fasta á goggnum. Starfsmenn Nátturufræðistofnunar og Garðabæjar komu henni svo til aðstoðar á mánudag, klipptu dósina af goggnum og fluttu hana í Laugardalinn.
Í morgun slapp hún útaf sjúkradeildinni, heilsaði upp á hreindýrin og tók svo flugið út í náttúruna þar sem hún á vonandi langt líf fyrir höndum, að því er segir í færslu garðsins.
Álftin kastaði kveðju á hreindýrin og útskrifaði sig sjálf
Tengdar fréttir
Álftin laus við Red Bull dósina og komin í Húsdýragarðinn
Formaður dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðakotsvatn fyrir hádegi í dag.
Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar
Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar.