Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 16:43 Jónas Garðarsson fyrrverandi formaður SÍ og Heiðveig María. Ekki sést fyrir enda á deilum þeirra þrátt fyrir Félagsdóm og sáttatilboð stjórnar, sem Heiðveig María segir rýrt í roðinu. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00