Hátt í fjörutíu leikskólabörn í sóttkví vegna gruns um mislingasmit Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um mislingasmit. Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann. Mislingasmitið kom til landsins með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Þrír smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða, karlmaður, ellefu mánaða gamalt barn og átján mánaða gamalt barn en hér á landi eru börn ekki bólusett fyrir mislingum fyrr en átján mánaða. Nú eru tugir í sóttkví sem umgengust þá smituðu áður en þeir greindust. Átján mánaða gamla barnið fór einn dag á leikskólann á meðan það var enn smitandi og eru nú tuttugu óbólusett börn af leikskólanum heima í sóttkví. Þá eru fjórtán óbólusett börn af leikskóla á Reyðarfirði heima í sóttkví en annar hinna smituðu manna hafði farið inn á leikskólann. Auk þessa fengu um tuttugu foreldrar sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica á síðastliðinn sunnudag bréf frá sóttvarnalækni á þriðjudag vegna þess að átján mánaða gamla barnið hafði verið þar á sama tíma á börn þeirra. Þar eru þeir sem voru með óbólusett börn á biðstofunni beðnir um að vera heim í sautján daga. Ástæða þess að átján mánaða gamla barnið var ekki í sóttkví er sú að foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um að það hefði ekki smitast. Sóttvarnalæknir segir ástæðuna vera mistúlkun heilbriðisstarfsmanna á mislingaprófi. Prófið hafi verið tekið of snemma, en niðurstöður eru ekki áreiðanlegar fyrr en einkenni eru komin fram. „Það er ekki algengt að menn séu að túlka niðurstöður úr mislingaprófi,“ segir Þórólfur. Mistök á túlkun prófsins séu skiljanleg. Barnið hafi fengið inflúensu á sama tíma sem hafi verið villandi. „Þau eru óheppileg. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að próf eru ekki túlkuð alveg rétt en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir,“ segir Þórólfur sem nú vinnur að því að senda læknum bréf þar sem hann áréttar hvenær eigi að taka prófið og hvernig eigi að túlka niðurstöðuna. Enn hafa engin ný mislingasmit komið fram, en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Þórólfur telur að hugsanlega muni fleiri tilfelli koma upp. „En það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það munu verða rannsökuð fleiri sýni á næstunni.“ Þórólfur segir að ekki hafi smitast fleiri hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. „Þegar við förum að fá fjögur tilfelli má alveg kalla það lítinn faraldur,“ segir Þórólfur. Nú sé vonandi búið að ná í alla sem talið er að gætu hafa smitast og því lítil hætta á mikið meiri útbreiðslu eins og staðan er í dag. Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um mislingasmit. Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann. Mislingasmitið kom til landsins með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Þrír smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða, karlmaður, ellefu mánaða gamalt barn og átján mánaða gamalt barn en hér á landi eru börn ekki bólusett fyrir mislingum fyrr en átján mánaða. Nú eru tugir í sóttkví sem umgengust þá smituðu áður en þeir greindust. Átján mánaða gamla barnið fór einn dag á leikskólann á meðan það var enn smitandi og eru nú tuttugu óbólusett börn af leikskólanum heima í sóttkví. Þá eru fjórtán óbólusett börn af leikskóla á Reyðarfirði heima í sóttkví en annar hinna smituðu manna hafði farið inn á leikskólann. Auk þessa fengu um tuttugu foreldrar sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica á síðastliðinn sunnudag bréf frá sóttvarnalækni á þriðjudag vegna þess að átján mánaða gamla barnið hafði verið þar á sama tíma á börn þeirra. Þar eru þeir sem voru með óbólusett börn á biðstofunni beðnir um að vera heim í sautján daga. Ástæða þess að átján mánaða gamla barnið var ekki í sóttkví er sú að foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um að það hefði ekki smitast. Sóttvarnalæknir segir ástæðuna vera mistúlkun heilbriðisstarfsmanna á mislingaprófi. Prófið hafi verið tekið of snemma, en niðurstöður eru ekki áreiðanlegar fyrr en einkenni eru komin fram. „Það er ekki algengt að menn séu að túlka niðurstöður úr mislingaprófi,“ segir Þórólfur. Mistök á túlkun prófsins séu skiljanleg. Barnið hafi fengið inflúensu á sama tíma sem hafi verið villandi. „Þau eru óheppileg. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að próf eru ekki túlkuð alveg rétt en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir,“ segir Þórólfur sem nú vinnur að því að senda læknum bréf þar sem hann áréttar hvenær eigi að taka prófið og hvernig eigi að túlka niðurstöðuna. Enn hafa engin ný mislingasmit komið fram, en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Þórólfur telur að hugsanlega muni fleiri tilfelli koma upp. „En það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það munu verða rannsökuð fleiri sýni á næstunni.“ Þórólfur segir að ekki hafi smitast fleiri hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. „Þegar við förum að fá fjögur tilfelli má alveg kalla það lítinn faraldur,“ segir Þórólfur. Nú sé vonandi búið að ná í alla sem talið er að gætu hafa smitast og því lítil hætta á mikið meiri útbreiðslu eins og staðan er í dag.
Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00